Náttúran er æði!

Nýting

Við í Könglum leggjum mikið upp úr því að nýta það sem er í kringum okkur, hvort sem það er jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins.

Við erum með það í forgangi að koma af stað nýjum hugsunarháttum fólks á nýtingu náttúrunnar og með sjálfbærni í fararbroddi við tínslu jurta. Við tökum aldrei meira en náttúran hefur að gefa til þess að skaða hana ekki svo að hún geti tekið sig við aftur eftir uppskeru okkar.

 

Um okkur

Könglar eru nýsköpunar frumkvöðlar og afurð námsins úr Hallormsstaðaskóla. Smáframleiðandi matvæla og einbeitum okkur á drykki úr íslenskum afurðum. Við framleiðum og seljum drykki á völdum stöðum á Austurlandi.

Nafnið Könglar er tiltekið vegna þess að Dagrún fór í bændaskóla á Hvanneyri og var mikið gert grín að því að Fljótsdælingar væru með svo mikinn skóg. Á þeim árum var horft mikið niður til skógræktar, hins vegar vissi Dagrún að þetta væri auðlind og því tók hún þessu viðurnefni sem stolti. Einnig eru könglar fræ sem eru mikilvæg í lífinu og því tilvalið nafn á þetta fyrirtæki.

Dagrún hefur unnið í mörg ár í ferðaþjónustu, matarþjónustu og hefur tilfinningu fyrir góðri matargerð. Hún hefur alltaf haft áhuga á því að nýta betur hráefnin í íslenskri náttúru í matargerð, reynt að nýta jurtir og fleira hinu daglega lífi. Þótt Dagrún sé ekki lærð í matargerð er hún eftirsótt í eldamennsku á stöðum eins og Klausturkaffi, Hengifoss Guesthouse og treyst fyrir ábyrgð sem kokkur með mikinn metnað í matargerð.

Darri er ferðamálafræðingur með BA gráðu í sjálfbærri ferðaþjónustu í dreifbýli frá Háskólanum á Hólum og starfar nú sem verkefnastjóri á menningarsetrinu á Skriðuklaustri.

Bæði hafa þau mikinn áhuga á því að auka við matarmenningu íslands og þetta er eitt af því verkefnum að láta fólk sjá möguleikanna sem er fyrir framan okkur.

Við erum meðlimir í Matarauði Austurlands ásamt því að vera félagar í Samtökum Smáframleiðenda Matvæla og meðlimir í Upphéraðsklasanum.

Verkefnið væri ekki gerlegt nema fyrir þá ótal styrki sem að við höfum fengið, þar á meðal frá Matvælasjóð, Samfélagssjóð Fljótsdalshrepps,  Uppbyggingarsjóð Austurlands og Atvinnumálasjóð kvenna. Ásamt tryggum stuðning úr okkar samfélagi í kringum okkur.

Framtíðarsýn

Framtíðarsýnin er framleiðsla á fjölbreyttum íslenskum drykkjum, þar á meðal gosdrykkir, bjór og vín. Við stefnum á að bjóða upp á náttúru gerjað gos sem er í þróunarvinnu og hafa al íslenskt gos á markaðnum. Við erum í sífelldri þróunarvinnu þar sem að náttúran á Íslandi hefur nánast ótakmarkaði möguleika í frekari þróun.

Menningararfurinn

Það er mikilvægt að við höldum í menningararfinn okkar. Þess vegna skírum við drykkina okkar eftir vættum og notum flöskurnar okkar sem miðlunartæki fyrir sögurnar. um þá. Við skrifum brot af þeim sögum á flöskurnar og tengjumst síðan allri sögunni með QR kóða sem að er hægt að skanna og komast í alla söguna hér á síðunni okkar.

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur gerir samantekt af sögunum fyrir okkur fyrir betri lesningu og hefur stutt okkur vel í þessu verkefni.

Myndirnar eru hannaðar og teiknaðar af ýmsum listamönnum. Heildar þróun og útlit á flöskunum var hannað í samvinnu með Karrot sf.