Gletta

Gletta er svalandi rabarbaragos unnin úr íslenskum rabarbara. 

Rabarbari (eða tröllasúra) er garðplöntutegund af súruætt. Stöngull rabarbarans er rauðleitur, stökkur og getur orðið jafn breiður og barnshandleggur. Blaðið upp af stilknum er mikið og breitt og grófgert og er stundum nefnt rabarbarablaðka. Til eru ýms afbrigði af rabarbara; algengust eru: Linnæus og Victoria.

Elsta heimild sem ég heyrt um þar sem minnst er á rabarbara hér á landi er frá 1883, en þar talað um plöntu sem hefur verið í ræktun í nokkur ár og dafnar vel.

Samkvæmt því má gera ráð fyrir að rabarbari hafi borist hingað skömmu fyrir 1880 eða á seinni hluta 19. aldar og plantan því tengd sögu og menningu þjóðarinnar í rúm 130 ár. Einnig má leiða að því líkur að rabarbarinn hafi borist hingað með dönskum embættismönnum eins og svo margt annað gott á þeim tíma.

Next
Next

Ketillaug