Dvergabæli

Af  jarðbúum standa dvergar næst álfum, svo að sumir hafa kallað þá dvergálfa. En frá upphafi hafa þeir þó verið taldi af öðrum uppruna, og svo eru þeir ólíkir álfum í sjón, nema að þeir eru í mannsmynd. Þeir eru sagðir skegglausir, höfuðstóri, hálsstuttir, búkmiklir og afar fótleggjalágir. Þeir eru hugnir og vitrir og snilldhagastir allra jarðbúa á smíðar. Þeir forðast heldur menn, en eru þeim hollir leiðtogar og óbilugir vinir, en mönnum tekst að ná vináttu þeirra, sem fæst helst með greiða eða gjöfum, fyrir harðneskju og milligöngu vina. En enginn stendur einn sem hefur hylli þeirra. Þjóðsögur um dverga her eru örfáar í gömlum þjóðsagnasöfnum.

Previous
Previous

Tífill