Nípa

Nípa er drykkur gerður úr túnfífilsblómum. Drykkurinn minni mann mjög á íste og er bestur í klakabaði.

Túnfífill er mjög algengur um allt land, bæði í túnum, úthaga og til fjalla.  Honum er oftast skipt í nokkrar tegundir, en litlar upplýsingar eru til um aðgreiningu þeirra eða útbreiðslu hér á landi.  Þar sem hann notar geldæxlun eru mörk flestra tegundanna mjög óglögg, og verða þeim ekki gerð nánari skil hér. Til fjalla nær fífillinn upp í um 1000 m hæð, og vex þar í dældum eða undir bökkum.  Hæst fundinn í 1200 m á tveim stöðum á Tröllaskaga. Eftir blómgun lokar fífillinn blómakörfunni um hríð, en opnar hana svo aftur þegar fræin eru fullþroskuð, og heitir þá biðukolla.

Previous
Previous

Ketillaug

Next
Next

Tífill