Nípukerlingin

Utan í svokallaðri Norðfjarðarnípu stóð steindrangi mikill ofarlega í fluginu, sem var eitt hæsta flug austanlands. Steindrangi þessi var kallaður Kerling en í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar segir að dranginn hafi verið tröllkerling sem var á ferð milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar, en var of seint á ferð svo hún varð sólina að bráð þarna í nípunni. Sveinn skáld á Kirkjubóli orti kvæði um skessuna, en þar fjallar hann meðal annars um hjúskaparstöðu hennar og telur að hún hafi annað hvort verið ógift eða snemma orðið ekkja og svo hrakið frá sér annan maka. Í þjóðsagnasafni Þorsteins Erlingssonar er sagt því að erfitt hafi verið að komast að steindranganum en eitt sinn hafi þó komið þar maður sem sofnaði við klettinn. Dreymdi hann þá að kerlingin segði honum sögu sína og sinnar fjölskyldu. Nú hefur tímans tönn unnið á dranganum og hann brotnað í hafið.

English

On the so-called Norðfjardarnípa stood a great sea stack high up in the air, which was one of the highest cliffs in the eastern region. This stack was called Kerling, and in the folklore collection of Sigfús Sigfússon, it is said that the stack was a troll woman who was traveling between Norðfjörður and Mjóafjörður. However, she was too late on her journey, so she became prey to the sun there in the cliff. The poet Sveinn from Kirkjuból composed a poem about the giantess, where he discusses her marital status and suggests that she was either unmarried or became a widow early on and then drove away another partner. In the folklore collection of Þorsteinn Erlingsson, it is said that it was difficult to approach the sea stack, but once a man came there who fell asleep by the rock. He dreamed that the giantess told him the story of her and her family. Now, time has taken its toll on the stack, and it has crumbled into the sea.

Next
Next

Gletta