Gletta/Gellivör
Það er gömul sögn að á heiðnum tímum hafi verið mikill tröllagangur á milli Borgarfjarðar eystri og Kjólsvíkur. Eru margar sagnir sem segja frá tröllskessum sem þar bjuggu, til dæmis systrunum Gríði og Glettu, sem finna má í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. Gletta var sérlega skæð og átti til að seiða til sín skip og valda mannskaða. Var hún svo fyrirferðarmikil að byggðin lagðist í eyði um tíma. Hún hélt þá til í fjallinu Glettingi. Helgur maður var fenginn til að vígja fjallið og segja þá sumir að hún hafi flutt sig um set, en aðrir segja að hún hafi flutt vegna þess að engan mat var lengur að fá í bjarginu.
Eftir að hún hvarf úr Glettingnum varð fólk vart við að skessa hafði gert sig heimakomna í Staðarfjallinu, suður og upp frá Desjamýri í Borgarfirði. Leist bændum þar illa á blikuna. Er sú skessa ýmist kölluð Gletta eða Gellivör. Fljótlega fór að bera á því að karlmenn á bænum Hvoli, þar skammt frá, hurfu á jólanótt, fyrst bóndi og svo húskarl. Ekkjan fluttist því í burtu um tíma en ætlaði sér síðar að flytja heim á ný. Þá dreymir hana að það kemur til hennar huldukona og biður hana að gefa sér mjólk í könnu vegna þess að hún eigi börn sem þurfi mjólk. Huldukonan segir ekkjunni svo að skessan í Staðarfjalli hafi fætt barn fyrir tveimur árum sem sé svo einþykkt og sérlundað að hún verði að útvega því nýtt mannakjöt á hverjum jólum. Ef ekkjan hjálpi henni muni hún endurgjalda henni greiðann og hjálpa henni að flæma óvættina burt úr sveitinni. Ekkjan samþykkir það og setur út mjólk á hverjum degi fram að jólum. Huldukonan kemur þá aftur til hennar í draumi og segir henni að um miðnætti á jólanótt muni konan finna hjá sér löngun til að ganga út úr bænum. Þá skuli hún ekki streitast á móti heldur hlýða. Þar fyrir utan muni tröllskessan vera, hún muni taka ekkjuna upp og leggja af stað með hana til fjalla. Þegar þær séu komnar að Fjarðaránni skuli hún þykjast heyra í barni skessunnar, sem muni þá leggja hana niður og athuga með barnið, en huldukonan myndi þá kvelja það á meðan. Þá eigi ekkjan að hlaupa eins og fætur toga út á eyrarnar og suður af Votanesinu. Þar myndi skessan ná henni á ný, eftir að hafa athuga með barnið. Þegar þær kæmu að fram að Tíðarmelnum skyldi ekkjan endurtaka leikinn og nú hlaupa enn hraðar, því í þetta skiptið yrði huldukonan búin að drepa tröllsbarnið og skessan væri því brjáluð af heift.
Þegar jólanóttin rann upp fór allt eins og huldukonan hafði sagt. Á meðan hún drap barnið hljóp ekkjan eins og hún ætti lífið að leysa í kirkjuna, þar sem fullt var af fólki sem hringdi kirkjuklukkunum þegar skessan nálgaðist. Skessan snarstoppaði við kirkjugarðsvegginn svo hluti hans féll með háværum dynk og þá sagði hún: Stattu aldrei argur! Ekkjan slapp því ómeidd frá óvættinni.
Nú segja sögur enn að skessan hafi flutt sig aftur um set eftir barnsmissinn og ófarir sínar og sest að í Mjóafirði, en ekki ber nú öllum saman um að þetta sé sama skessan. Mjóafjarðarskessan seiddi til sín presta frá Firði og fór hún þá til kirkjunnar á meðan prestur var í prédikunarstólnum og veifaði hendinni utan við gluggann svo þeir trylltust og fóru með þessa vísu:
Takið úr mér svangann og langann;
Fram vil ég að gilinu ganga,
Takið úr [mér] svilin og vilin;
Fram vil ég í Mjóafjarðargilið.
Svo hlupu þeir trylltir út til skessunnar. Erfitt var orðið að fá prest til að sinna embættinu, en að lokum bauð sig fram prestur að nafni Eiríkur. Þegar hann messaði í fyrsta skipti sagði hann að ef fát kæmi á hann ættu sex menn hlaupa til og halda sér föstum, aðrir sex menn ættu að hringja kirkjuklukkunum og tíu halda hurðinni. Birtist skessan svo á glugganum og byrjaði að seiða Eirík til sín, en tókst mönnunum ætlunarverk sitt og flúði hún aftur til fjalla. Eftir þetta hættu prestarnir að hverfa úr kirkjunni og segja sögur að skessan hafi flutt sig enn á ný.
English
There is an old tale that in pagan times, there was a great presence of trolls between Borgarfjörður eystri and Kjólsvík. Many stories tell of troll-witches that lived there, such as the sisters Gríða and Glettu, found in the folklore collection of Sigfús Sigfússon. Glette was particularly fierce and had a tendency to lure ships and cause human casualties. She was so notorious that the settlement was abandoned for a time. She then resided in the mountain Glettingur. A holy man was called to consecrate the mountain, and some say she moved elsewhere, while others claim she left because there was no longer any food to be found in the cliffs.
After she disappeared from Glettingur, people noticed that a witch had made her home in Staðarfjall, south and up from Desjamýri in Borgarfjörður. The farmers there took a dim view of this. This witch is sometimes called Glette or Gellivör. Soon, it began to be noticed that men from the farm Hvoli, not far away, disappeared on Christmas Eve, first the farmer and then the farmhand. The widow moved away for a time but planned to return home later. Then she dreamed that a hidden woman came to her and asked her to give her milk in a jug because she had children that needed milk. The hidden woman told the widow that the witch in Staðarfjall had given birth two years prior to a child so strange and peculiar that she needed to provide it with new human flesh every Christmas. If the widow helped her, she would repay the favor and assist her in driving the monsters away from the valley. The widow agreed and set out milk every day leading up to Christmas. The hidden woman then returned to her in a dream and told her that at midnight on Christmas Eve, she would feel an urge to walk out of the farm. She should not resist but rather obey. The troll-witch would be out there, and she would take the widow up into the mountains. When they reached the Fjarðará River, she would pretend to hear the witch’s child, which would make her put the widow down to check on the child, while the hidden woman would then suffocate it. The widow was to run as fast as she could onto the sandbanks and south of Votanes. There, the witch would catch her again after checking on the child. When they reached the Tíðarmelnum, the widow was to repeat the act and run even faster, for this time the hidden woman would have killed the troll-child, and the witch would be furious with rage.
When Christmas Eve arrived, everything happened as the hidden woman had said. While she killed the child, the widow ran as if her life depended on it to the church, where there were many people ringing the church bells as the witch approached. The witch came to a sudden stop at the churchyard wall, causing part of it to fall with a loud crash, and then she said: "Never stand still!" The widow escaped unharmed from the monster.
Now stories still say that the witch moved again after her loss and misfortunes and settled in Mjóafjörður, but not everyone agrees that this is the same witch. The Mjóafjörður witch lured priests from the fjord and went to church while a priest was in the pulpit, waving his hand out the window so that they went mad and recited this verse:
"Take from me my hunger and longing;
Forward I want to go to the ravine,
Take from [me] the will and desire;
Forward I want to the Mjóafjörður ravine."
So they ran out, driven mad towards the witch. It became difficult to find a priest to fulfill the office, but eventually, a priest named Eiríkur offered himself. When he preached for the first time, he said that if misfortune came upon him, six men should run to hold him steady, another six should ring the church bells, and ten should hold the door. The witch appeared at the window and began to lure Eiríkur to her, but the men accomplished their task, and she fled back to the mountains. After this, the priests stopped disappearing from the church, and stories tell that the witch moved again.