Ketillaug

"Kona Skeggja hét Ketillaug. Sagt er að eftir dauða Skeggja hafi hún horfið upp í fjall nokkuð í Nesjum sem eftur það heitir Ketillaugarfjall. Hafði hún með sér ketil fullan af gulli og sagði áður en hún hvarf að þegar búið yrði að ná gulli Skeggja yrði hún auðfundin. Þó segja aðrir að til að finna ketilinn þurfi að ganga berfættur afturábak upp fjallið en það er að miklu leyti brattar skriður. Segir sagan að ekki megi líta aftur fyrir sig á leiðinni því þá hverfi ketillinn og finnist ekki."

Previous
Previous

Gletta

Next
Next

Tífill